top of page

Mars fréttir

Fimm ástæður þess að þú ættir að skreppa í World Class í miðvikudagseyðum

Það kostar ekki neitt
Ef þú átt ekki World Class kort eða ert með kort í annarri líkamsræktarstöð getur þú samt farið í World Class í Breiðholti þér að kostnaðarlausu á skólatíma. Tilvalið til að nýta í eyðum eða þegar tími fellur niður.

Þú losnar við stress
Nokkur hress átök í ræktinni hjálpa svo sannarlega við stressið sem myndast þegar það eru tuttugu verkefnaskil, fimm próf, tvær riterðir og fjögur hópverkefni í sömu vikunni. 

Þú færð meiri orku
Ef þú finnur fyrir þreytu eftir að hafa tekið bækurnar úr töskunni og opnað pennaveskið er líklegt að þolið er í algjöru lágmarki. Hreyfing kemur súrefni og næringarefnum til vöðvanna. Þegar lungun hjartað og líkaminn allur eflist færðu aukna orku sem nýtist þér í að lesa allar bækurnar í töskunni þinni á nó tæm.

Bætir svefninn
Reglulegar ferðir í gymmið hjálpar manni að sofna sem fyrst á kvöldin sem gerir það að verkum að þú gætir farið að sofa lengur og hefur þá enn meiri orku daginn eftir. Bara ekki sofa of lengi.

Bætir sjálfstraustið
Þegar þú nærð að gera fleiri og erfiðari æfingar eftir því sem þú mætir oftar í gymmið eykst sjálfstraustið. Með auknu sjálfstrausti verður heimavinnan miklu auðveldari og þessi tuttugu verkefnaskil sem þú þarft að skila á innan við viku klárast án þess að þú vitir af.

​Eins og allir vita þá hafa Árshátíðar FB ekki verið af verri endanum hingað til. Hinsvegar verður Árshátíðinn í ár heldur betur ógleymanleg! Þá sérstaklega vegna fersku og spennandi þema. Það verður ekkert annað en sirkús þema!
Þar næst skellur spurninginn: Í HVERJU Á ÉG AÐ VERA?!!! Beint í andlitið ,eins og blaut tuska. Hver kannast ekki við það?
Ef þú ert útum allann bæ að leita að hinu fullkomna dressi fyrir árshátíðina en bara veist ekkert í hverju þú átt að fara, þá kæri vinur, ert þú á réttum stað.
Hérna ætla ég að koma með nokkrar heitar hugmyndir fyrir lúkkið þitt! (Sem þú getur vonandi notað sem innblástur í sköpunarverkið þitt)!

Fyrst af öllu eru það hreinir litir!! Þá tala ég líka um klassískar litasamsetningar eins og rautt og hvítt, svart og hvítt, gult og rautt!


Blúndur, hlébarða og sebrahesta mynstur, rendur eru líka fullkomnar!

Samfellur og glimmer klikka seint!

Vertu skapandi með andlitsfarðan!
Ef þér langar til þess að halda þessu einföldu þá er röndótt málið.
Hafðu bara gaman af þessu og komdu sjálfum þér út fyrir þægindaramman. Það allra mikilvægasta er að líða vel og geta dansað!

Hugmyndir fyrir
Árshátíðar dressið
Gettu Betur keppnin 

FB keppti á móti MA í spurningakeppninni Gettu betur síðastliðinn föstudag. MA vann og FB komst því ekki lengra en stemmningin var rosaleg. Allir framhaldsskólar landsins geta tekið þátt í spurningakeppninni og FB komst heldur betur langt í keppninni. Vinsælustu hvatningarorð FB voru „FULLA FERГ. Stemmning FB var gríðarleg allan tímann og viljum við óska þeim sem tóku þátt í keppninni til hamingju með árangurinn!

​

Tekið var viðtal við hann Þorgeir Björnsson sem var einn af keppendum í FB liðinu okkar í ár. Það var mjög gaman að taka viðtalið því hann er mjög hress og alltaf í rosa góðu skapi. Honum fannst keppnin mikil lífsreynsla og hann skemmti sér konungslega.

 

Hvernig var upplifunin til að keppa í Gettu Betur?

Hún var bara mjög þroskandi fyrir líf og sál.

Var keppnin erfið?

Já smá, við lögðum svoldið á okkur

Var stemningin góð milli ykkar og MA liðinu?

Já hún var fín

Var stemningin góð í salnum?

Já hún var mjög góð. Ég held að við vorum með besta stuðningsliðið.

Fannst þér þetta stressandi?

Nei í rauninni ekki. Mér fannst þetta bara gaman.

Voru spurningarnar erfiðar?

Já frekar erfiðar en samt ekki.

Hvað var skemmtilegast við keppnina?

Hvað það var góð stemning í liðinu. Við vorum rosa náin eftir keppnina.

Var mikið námsefni sem þú þurftir að læra fyrir keppnina?

Já, þetta var rosa fjölbreytt og maður þurfti að fylgjast með fréttum og lesa glæru pakkann frá Andra.

Ætlarðu að taka þátt í næstu Gettu Betur keppni?

Nei, þá verð ég útskrifaður.

Hvað tekur við núna?

Nú er bara útskrift og njóta lífsins.

FB kynnir undankeppni söngvakeppni framhaldsskólanna

 

Þann 22. Mars klukkan 18:30 er undankeppnin fyrir söngvakeppni framhaldsskóla haldin í Skuggaheimum. Pizza verður í boði á staðnum.

 

Keppt verður um hvaða framlag kemst áfram til að keppa fyrir hönd FB á Akureyri þann 14. Apríl.

 

Dómarar keppninnar verða þau Matti Sax, (kennari) og leynidómari.

 

Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt þurfa að hafa 3 hluti í huga

 

  1. Lagið þarf að vera að minnsta kosti 2 mín.

  2. Ekki er þörf að hafa lagið á íslensku en það er þó kostur.

  3. Skemmta sér og að gera bara sitt besta.

 

Farið verður með rútu þann 14. Apríl til að hvetja það framlag sem kemst áfram í keppni á móti öðrum skólum. Verðlaun verða veitt fyrir 3 fyrstu sætin.

 

Skráning fer fram í gegnum link fyrir neðan.

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdFIjlbjTJgNmvykqQG-Cz3_sEnag3U-ZpB4-M-HWHVGm8F5Q/viewform

bottom of page