top of page

Nú er Valentínusardagurinn handan við hornið og NFB hefur ákveðið að selja rósir fyrir nemendur skólans þann 14 Febrúar. Fyrir framan matsal skólans getur þú farið og keypt rósir og valentínusarkort og gefið einhverjum sem þér þykir væmt um í skólanum. Ef þú vilt vera leynilegur eða leynileg þá er hægt að láta fólk úr nemendafélaginu fara með rósir til manneskjunar. 

Svo verður einnig hægt að koma með sín eigin valentínusarkort og bætt þeim við með rósunum sem er enn skemmtilegra.

 Svo endilega kíktu og gerðu daginn hjá einhverri manneskju betri.

Hér eru verðin fyrir rósirnar:

Kort-50kr

1 Rós- 200kr

2 Rósir-250kr

2 Rósir og kort-300kr

Gjöf sem gefur

Febrúar fréttir

Yngri kynslóðin hefur ekki kynnt sér LAN nógu mikið 

Nú um helgina var LANið mikla. Þar komu nemendur saman í matsalnum Fjölbrautaskólans í Breiðholti og spiluðu saman tölvuleiki. En það var ekki bara spilað tölvuleiki einnig var hægt að spila allskonar borðspil. Það var tekið viðtal við formann Nördanefnd hann Mikael Stefánsson og spurt hann út í hvernig það er að halda svona viðburð og hvað er skemmtilegt og erfiðast við það.

Hvernig hafa Lan í FB gengið undirfarin ár?

Ágætlega. Ekki eins vinsæl því yngri árgangur mætir ekki eins vel. Þau segjast frekar vilja spila tölvuleiki heima en þau hafa ekki endilega upplifað LAN.

Hvað er mest spilað á þessum viðburði?

Fer mikið eftir því hvað er vinsælt í dag. En svo eru líka bara vinir saman að spila online leiki.

Hafið þið eða eruð þið með einhverskonar mót?

Við reynum að gera það en í þetta skifti gátum við ekki náð að redda vinningum því við fengum ekki styrkin en við héldum Mortal Combat mót.

Hvað finnst þér skemmtilegast að spila?
Ég er mest í borðspilum og best er þegar fólk er orðið þreytt og veit ekki lengur hvað er verið að gera.

Hversu mikin tíma tekur að undirbúa LANið?

Það tekur sirka 2 tíma að undirbúa salin en það fer miklu meiri tími í miðasöluna og skipulagninguna.

Hvað er erfiðast við að halda LAN?
Það er að hafa umsjón yfir öllu.

Hefur einhvertíman komið upp einhver vandamál?

Já einu sinni kom einn með gras en hann fannst mjög fljótlega og hann  var rekin út.

Hafa allir fylgt reglunum?

Nei. Það hefur fólk beygt og brotið reglur og það fer eftir hvort ég rek fólk út. Það fer vanalega eftir hversu stórt brot það er.

Verður haldið áfram með LÖN í framtíðini?
Það er ekki undir mér komið. Ég verð ekki formaður næstu önn en ég mun hjálpa næsta formanninum ef þess er þörf.

Viljiði halda fleyri LÖN á önn?

Nei því tvö er eiginlega bara nóg mikið.

Er einhvað sem þið mynduð vilja laga?

Betri mætingu frá yngri nemendum en annars gengur allt mjög vel.

Úr hamborgara yfir í hollustuna 

Samúel Eyfjörð er nemandi í Fjölbraut í Breiðholti með mikin metnað. Hann tók ákvörn um að breyta lífsstílnum sínum og borða hollt. Samúel fór oft með vinum sínum í Hraunberg í hádeginu enda er uppáhaldsmaturinn hans hamborgari. Hann ákvað að byrja búa til máltíðir heima og koma með nesti. Hann fer oft í world class ræktarstöðina við hlið skólans og nýtur þess mjög mikið.

Hvað varstu að borða mest áður en þú fórst að búa til máltíðir sjálfur?

 Ég var oft að fá mér fjölskyldutilboð í Hraunberg og ég keypti alltaf einhvað á hverjum einasta degi.

Hversu oft í viku eldaru?

Ég elda 2 í viku

Eldaru sjálfur matin eða færðu hjálp?

Ég er að elda einn núna en eldri bróður mínum á sunnudögum

Hvað var hvatningin á þessu?

 Lifa heilbrigðara lífstíl og ég er að reyna að fá betra líkama því ég er í ræktinni

Ertu einn að gera þetta eða er einhver með þér í þessu?

Ég er einn í ræktinni en stundum er bróður minn með mér í mataræðinu

Var þetta erfitt til að byrja með?

Þetta var erfit já.

Hefuru sparað mikin penning á þessu?

 Já mjög mikin. Ég eyði sirka 30.000 á mánuði í þetta.

Hefuru fundið mun á líðan og heilsu þinni eftir þetta?

Já mjög mikin. Maður finnurmun um leið og maður birjar í ræktinni

Hversu oft í viku hreyfiru þig?

 Alla virka daga

Finnst þér þetta vera þess virði?

Já þetta er mjög skemmtilegt

Hvernig prepparu máltíðirnar þínar?

 Ég er með kjúkjing og fisk. Ég borðaði fyrst bara kjukling fyrstu vikurnar með salat, spínatt og egg í hádegismat. Seinna bætti ég meira inn og reyndi að blanda mat og vildi ekki hafa það sama og ef ég er með það sama þá mun manni leiðast. Itermenttant fasting og það er gott að blanda með öðruvísi mataræði. Ég prófaði vegan eina viku en ég fílaði það ekki

Hvað eyðiru sirka mikin pennig í þetta?

Sirka 30.000 á mánuði

Er erfit að standast allar freistingarnar?

 Það var fyrst erfit en svo var það léttara. Ég kem með nesti ef þau fara út að borða.

Ertu með einhver ráð sem þú vilt gefa fólki?

Ef þú hefur hugsað um það lengi þá gerðu það. Birja bara hægt og rólega birja sleppa drekka gos og drekka bara vatn og svo birja í ræktinni.

Ertu með opið snapchatt þar sem fólk getur filgst með þér?

Nei því miður.

Sparnaðar ráð 

Sparnaður það er einhvað sem margir hafa í erfiðleikum með. Auðvitað segir maður við sjálfan sig "Ég ætla spara þennan mánuð" en of oft gerist það að maður gleymir sér aðeins og fer að versla föt á netinu, ferð út að borða  oft með vinum eða ert endalaust að "splæsa" á vini þína. Já margir unglingar í dag hafa þessi vandamál. Hér í þessari grein langar mig að gefa nokkur ráð sem gæti virkað fyrir ykkur því ég hef séð að þetta hefur virkað fyrir aðra.

1. Koma með nesti.

Þetta er einhvað sem við höfum margt oft heyrt en ekki gert nógu mikið . Gott er að fara út í búð í byrjun mánaðarins að kaupa nesti fyrir skólan (það er betra að kaupa einhvað sem þér sjálfum/sjálf finnst gott) þannig spararu mikin penning og átt alltaf gott að borða í skólanum.

2. Skildu kortið eftir heima.

Gott er að skila kortið eftir heima þá er minni líkur á því að þú ferð og kaupir endalaust af óþörfum hlutum. Og ekki freistast til að millifæra á vini þótt kortið er heima.

3. Taktu út penning.

Gott er að taka út penning fyrir vikuna sem þú ætlar að nota og reyna reikna út hversu mikið þú munt nota á dag segjum þú tekur 10.000 kr. fyrir vikuna þá skiptiru því í 7 parta sem væri sirka 1.400kr. á dag sem er ekki svo slæmt. Ef þú ferð sparlega með hann eða eyðir honum ekki á einum degi geturðu nýtt hann fyrir næsta dag eða vikuna.

4. Settu penning í spari banka.

Því meira penning sem fer í spari bankan þinn því meira munt þú eiga penning fyrir framtíðina og þú munt eyða minna penning ef þú sérð að þú átt ekki mjög mikin penning á kortinu sjálfu. 

bottom of page